Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Kýrhausinn og margbreytileiki hans
Í kýrhausnum leynist margt skemmtilegt. Meðal annars hefur komið út úr honum að hin margtuggna tugga um að tvær þjóðir lifðu í þessu landi, er e.t.v. rétt. Önnur býr á höfuðborgarsvæðinu og hin í dreifbýlinu. Margur dreifbýlisbúinn trúði ekki sínum veðurbörðu eyrum þegar umræðan um sláturgerð og safna vetrarforða fór á flug. Allir sem vettlingi gátu valdið og hinir líka vildu gera slátur og safna kjöti í kistur sínar. Margir höfðu aldrei gert slíkt fyrr eða ekki í afar mörg ár. Vambir seldust sem aldrei fyrr og margur missti af því að kaupa góssið sem seinn var til. Rétt eins og á fjármálamörkuðunum. Á landsbyggðinni fannst ýmsum þessi umræða ögn skondin enda við oft sein að fatta. Flestar konur til sveita hafa gert slátur í ómunatíð. Tekið svið, hakkað kjöt, gert bjúgu, úrbeinað að besta hyggjuviti hvern lambsskrokkinn á fætur öðrum. Búið til rúllupylsur og komið jólahangiketinu í reyk. Haustverkin hafa meðal annars falist í þessu. Líklega gerði sveitamaðurinn sér litla grein fyrir því að í útrásinni væri þetta ekki til siðs, enda náði hún minna í dreifbýlið.
Sumarið var gjöfult og tíðin góð. Sumarhúsaeigendur urðu sólbrúnir. Bændur náðu góðum heyjum, lax gekk í árnar sem aldrei fyrr. Á stað var laxamergðin þvílík að hægt var að ganga bakka á milli á laxabökum. Túristarnir heldur færri en stundum en mun fleiri báðu um leyfi til að tína ber. Fleiri sáust í skógarlundum við sveppatínslu.
Helstu áhyggjuefni manna í sveitinni þetta haustið, sem flest önnur, er hvernig móðir náttúra muni meðhöndla land og lýð. Hvernig fé kemur af fjalli, hvort það heimtist, hver býður besta verðið fyrir dilkinn, verður mjólkurinnleggið á sama verði og verið hefur. Þess á milli tölum við um hvort eigi að kjósa nú eða síðar. Hvort menn hafi nú staðið sig eða ekki og hvernig þetta verði eiginlega með gengið. Ætla menn aldrei að koma því í lag, eða hvað? Minnisstæð er umræða eftir fall síðasta bankans í fjárhúsum á bæ einum. Þar var samankomin fjöldi manns, nýlega komin af fjalli, að leita að rollum. Ögn var reynt að stýra umræðunni að fjármálamarkaðinum sem er og var í upplausn. Það er að segja þeim markaði sem telur krónur og aura eða bréf sem eitt sinn voru einhvers virði. Því var snarlega snúið upp í annan fjármálamarkað, nýlega afstaðna Sauðamessu í héraðinu. Enda var þar lausafjárstaðan góð, fjárhirslur tryggar og engin rýrnun á fé. Mikið væri ljúft ef staðan væri víðar þannig.
Nýjustu færslur
- Kjósum rétt!
- Af hverju leyfir meirihlutinn, minnihlutanum að kúga sig?
- Auðugusta þjóð í heimi sem veit ekki af því
- Minnisvarði Landsbankans
- Ferðamenn og hagsýni
- Hvað má borða og hvað ekki
- Samgöngur eiga vera sjálfsögð grunnþjónusta
- Að vera eða vera ekki---SNOBBAÐUR
- Danir eru snjallir markaðsmenn
- Landsbyggðin í lykilhlutverki í biskupskosningum
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
- Borgarfjörður blómstrar Að Borgum er gott að búa-sumarbústaðalóðir til leigu/sölu
- Stafholtskirkja Borgarfirði
Margir góðir
- Trausti Jónsson, veðurfræðingur Borgnesingur eins og fleiri góðir
- Besta héraðsfréttablaðið
- Nanna Rögnvaldar
- Snara orðabók með meiru
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.