Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Ótti sem stjórntæki

Fæstir eru/voru svo efnaðir að þeir getir byggt eða keypt húsnæði án þess að fá til þess fjárhagsaðstoð. Því voru bankar settir á fót. Bankar voru milligönguaðilar. Þeir sem áttu peninga, lögðu þá inn í sameiginlegan sjóð. Þeir sem þurftu peninga til framkvæmda eða annars gátu fengið þá að láni. Sá sem átti peninginn fékk umbun fyrir að leyfa öðrum að nota hann. Sá sem fékk að láni greiddi fyrir. Þetta voru kallaðir vextir. Báðir aðilar þokkalega sáttir

En mikið vill meira. Þeir vextir sem peningaeigandinn fékk urðu fljótlega mun minni en lánþeginn þurfti að reiða fram fyrir afnotin. Þá fóru hlutirnir að riðlas og hið mannlega eðli kom í ljós, margur verður af aurum api. Milligönguaðilinn tók meira og meira í sinn hlut. Það kostaði meira að fá peninga að láni heldur en að lána þá. Græðgin fór að stýra för, eða hvað?

Frá upphafi gerðu menn samning um afnotin af fjámagninu. Báðir aðilar rituðu nöfn sín á blað því til staðfestingar að um samning væri að ræða, lánþegi og bankinn f.h. peningaeigandans. Ef annar braut gegn samningnum var hann, eðli málsins samkvæmt, ekki lengur í gildi. Enda felur orðið "samningur" það í sér að einhverjir sameinast um eitthvað, sameiginlega gjörð. 

Viti menn. Svo gerist eitthvað. Allt í einu lítur út fyrir að samningur við fjámálastofnun sé orðinn einhliða. Þótt báðir hafi ritað nöfn sín til samþykkis, þá virðist ekki vera jafnræði. Annar getur sagt við hinn: "Ef þú gerir ekki......  þá mun ég.........." Hér er eitthvað skakkt. Eins og áður er getið þá heitir gjörningur ekki samningur nema tveir eða fleiri séu aðilar að málinu. Lánþeginn getur því allt eins sagt við fjármagnseigandann. Nú vil ég rifta samnngnum við þig. Þetta er ekki það sem við sömdum um. Ég borga það sem ég fékk að láni en ég get ekki séð að þú getir neytt mig til að borga meira en það. Ef samingur er í alvöru samningur þá ættu þessar reglur að gilda, í báðar áttir. 

Það er hins vegar búið að snúa á almenning. Í núinu er óttinn við að missa, eða eitthvað annað óskilgreint, orðinn að stjórntæki, gerður að þeirri grýlu sem þarf til að stýra. Fjármálastofnanir ala á ótta sem lamar og rífur niður, gerir mótstöðuaflið minna. Því er hægt að ráðskast með fólk. Þetta er gömul saga og ný. Við lestur á mannkynssögunni sést þetta víða. Ráðamenn hafa löngum nýtt þetta vopn. Í upplýstum samfélögum 21. aldar á þetta ekki að vera hægt en við látum það samt viðgangast.

Hvað gerist ef almenningur veitir mótspyrnu? Hvað gerist óttinn er skoraður á hólm? Er ekki einmitt verið að skora hann á hólm í Arabaheiminum? Almenningur þar neitar að láta hann stýra sínu lífi og samfélaginu lengur. Spyrja má í okkar dæmi hvort við séum á sama stað eða kannski ekki komin á sama stað. Óttinn ræður og við þurfum að bjóða honum birginn.

Íslendingar eru seinþreyttir til vandræða. Þeir þenja sig frekar við eldhúsborðið en á Austurvelli. Þó má brýna svo að bíti, stendur einhversstaðar. Horfum yfir sviðið. Það eru til fullt af peningum á Íslandi. Þeir eru hins vegar í vasa fárra. Millistéttin er að hverfa því bilið vex og vex á milli þeirra sem lítið hafa og hinna. Íslendingar geta breytt, máttur fólkisins er mikill. 

Forfeðurnir fóru frá Noregi fyrir rúmum þúsund árum annað hvort vegna þess að  þeir höfðu ekki áhuga á láta kúga sig eða af því að þeir réðu ekki við vandann. Nú eru Íslendingar umvörpum að fara til baka, til Noregs. Stýrir þvi viljaleysi, getuleysi, ótti eða uppgjöf? Líklega allt þetta. Óttinn sem stjórntæki hefur einkum verið nýttur á fáfróðan almenning, bæði fyrr og nú, í svokölluðum vanþróaðri ríkjum. Greinilega er slíkt einnig framkvæmanlegt í dag. Ef fólk almennt lætur þetta ekki yfir sig ganga, virkar ótti ekki sem stjórntæki.  Við höfum val.


Höfundur

Birna Guðrún Konráðsdóttir
Birna Guðrún Konráðsdóttir

Sjúkranuddari að mennt. Hef starfað sem blaðamaður, bæði fast- og lausráðinn. Lauk BA-gráðu við Háskólann á Akureyri í vor, 2015, og mun stunda meistaranám við sama skóla næstu misserin 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

271 dagur til jóla

Eldri færslur

2015

2012

2011

2010

2008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband