Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Kæri þú
Kæri þú! Getur þú sagt mér hvað gerðist í þjóðfélaginu fyrir skömmu? Hér í sveitinni gerðum við ekki neitt sem verðskuldar það ástand sem nú ríkir. Við vorum ekki í útrás eða innrás. Við tökum náttúrunni eins og hún er. Stundum blíð og stundum stríð. Hér var bara einn að byggja höll og það var aðkomubankamaður.
Kæri þú! Getur þú sagt mér af hverju verðtryggða lánið mitt er orðið svona gífurlega hátt? Ég hef alla mína tíð borgað og borgað og borgað, af lánunum mínum. Aldrei lent í því að eignir mínar væru auglýstar á uppboði eða verið í óyfirstíganlegum fjárhagserfiðleikum, fyrr en kannski nú. Er það sanngjarnt að ég, sem aldrei hef átt mikið, ekki heldur endilega of lítið, skuli nú líða fyrir vaxtaverki einhverra sem áður gengu í of stuttum buxum, af því þeir uxu svo mikið. En draga nú skálmarnar í skítnum.
Kæri þú!Getur þú sagt mér af hverju þær aðgerðir sem kynntar hafa verið til að létta undir með þeim sem voru svo óheppnir að skulda eitthvað eru bara hjóm? Úrræðin sem minn banki bauð mér þegar talað var um frystingu lána var ekki einu sinni ljóskubrandari. Það var bara boðið að geyma greiðslurnar í þrjá mánuði og borga svo alla summuna í byrjun febrúar. Allt með fullri verðtryggingu og vöxtum. Það var ekki langvinnt frost.
Kæri þú! Getur þú kannski sagt mér hver getur gefið mér viðhlítandi svör og það sem fyrst. Ég er nefnilega með barn í menntaskóla og þarf að vita hvort ég get borgað fæðið og heimavistargjaldið, eða hvort barnið mitt þarf að hætta námi.
Nýjustu færslur
- Kjósum rétt!
- Af hverju leyfir meirihlutinn, minnihlutanum að kúga sig?
- Auðugusta þjóð í heimi sem veit ekki af því
- Minnisvarði Landsbankans
- Ferðamenn og hagsýni
- Hvað má borða og hvað ekki
- Samgöngur eiga vera sjálfsögð grunnþjónusta
- Að vera eða vera ekki---SNOBBAÐUR
- Danir eru snjallir markaðsmenn
- Landsbyggðin í lykilhlutverki í biskupskosningum
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
- Borgarfjörður blómstrar Að Borgum er gott að búa-sumarbústaðalóðir til leigu/sölu
- Stafholtskirkja Borgarfirði
Margir góðir
- Trausti Jónsson, veðurfræðingur Borgnesingur eins og fleiri góðir
- Besta héraðsfréttablaðið
- Nanna Rögnvaldar
- Snara orðabók með meiru
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.