Leita í fréttum mbl.is

Ofurkonan á útopnu

Þótt krónan sé á floti og allt á floti alls staðar þarf hin íslenska ofurkona enn að standa sig. Ég er ein af þeim. Allt þarf að vera í lagi. Heimilið spikk og span, frúin flott dressuð, vel máluð, í mörgum vinnum og stærri félagsmálapakka. Auðvitað getur þetta verið ögn erfitt og oft snýst ofurkonan í hringi og veit ekki sitt rjúkandi ráð.

Á dögunum var ofurkonan að fara á fund í veiðifélaginu. Hún var einnig að gera slátur, hakka kjöt og úrbeina skrokka. Tíminn flaug hratt. Shitt nú varð hún að rjúka til að gera sig klára fyrir fundinn. Enginn tími til að fara í sturtu, bara hrúga slatta af froðu í hárið, þvo af sér mesta slorið og fara í önnur föt. Meðan ofurkonan er að reyna að setja á sig einhverja augnmálningu kallar náttúran svo hún verður að setjast á postulínið. Rétt síðar, meðan athöfnin er enn í fullum gangi heyrir hún gengið upp tröppurnar. Gefur sér að það sé einhver heimamaðurinn svo hún kallar. "Komdu bara inn, ég sit á kamrinum."

Eitthvert uml heyrist við dyrnar sem opnast. Salernið er inn af forstofunni. Ofurkonan rífur upp buxnagarmana í snatri og vindur sér fram með annað augað málað, hitt fölleitt og baugarnir enn sýnilegir þeim megin. Rétt skolar af puttunum, það má aldrei gleyma hreinlætinu. Olnbogarnir út úr gömlu lopapeysunni, buxurnar nærri uppi og slummur af mör fastar í snjáðu joggingbuxunum. Hana rekur í rokastans þegar fram í forstofuna kemur.

"Ég ætlaði bara að sækja um stöðu organistans hér í sókninni," stamar aumingja maðurinn sem stendur frami í forstofunni og fitlar við stórt brún umslag í vandræðagangi sínum, "en kannski ég komi bara síðar, eða sleppi því að sækja um." það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera ofurkona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og fékk maðurinn starfið??

Ásta Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birna Guðrún Konráðsdóttir
Birna Guðrún Konráðsdóttir

Sjúkranuddari að mennt. Hef starfað sem blaðamaður, bæði fast- og lausráðinn. Lauk BA-gráðu við Háskólann á Akureyri í vor, 2015, og mun stunda meistaranám við sama skóla næstu misserin 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

236 dagar til jóla

Eldri færslur

2015

2012

2011

2010

2008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 804

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband