Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Hefðum átt að hlusta á karlinn

Þótt að ég hefi nú víst aldrei kosið Framsóknarflokkinn og það angrar mig svo sem ekkert þá hef ég um nokkra hríð verið hrifin af málflutningi Sigmundar Davíðs um endurreisnina eftir að bólan sprakk.

Ég tel nokkuð einsýnt að ef við hefðum farið niðurfærsluleið í einhverri myndi, strax, þá værum við almennt mikið betur stödd en reyndin er í dag. Og það sem meira er, almenningi hefði fundist að eitthvað væri verið að gera til að bæta haginn.

Í stað reiði og vonbrigða væri kannski komið bullandi uppbyggingarstarf. Fólk hefði fundið að tekið væri tillit til stöðu þeirra, hvort sem um væri að ræða fyrirtæki eða einstaklinga. Þá væru kannski ekki þúsundir Íslendinga enn í stríði við bankanna því að enn hefur einungis verið tekið á erlendu lánunum sem í mörgum tilfellum voru neyslulán, tekin til að kaupa bíl eða eitthvað slíkt.

Hinn stóri óleysti vandi eru íslensku lánin. Þau verðtryggðu sem urðu að skrímslum og fólk getur ekki borgað. Þar stendur allt fast og verra en óbreytt. Ef strax hefði verið tekin sneið af lánunum, væri annað hljóð í strokknum. Ef neytendur hefðu notið afskriftanna, alla vega að einhverju leiti, sem bankarnir hlutu þegar þeir tóku yfir skuldasöfn gömlu bankanna, þá væri allt önnur staða hjá flestum. Það er auðvitað ekki í lagi að nýr banki geti fengið skuldir Jóns Jónssonar með 50% afföllum hjá gamla bankanum en auminginn hann Jón borgar fullan skammt. Þetta er kannski löglegt, en alls ekki siðlegt. 

 


mbl.is Glötuð tækifæri í endurreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Birna Guðrún Konráðsdóttir
Birna Guðrún Konráðsdóttir

Sjúkranuddari að mennt. Hef starfað sem blaðamaður, bæði fast- og lausráðinn. Lauk BA-gráðu við Háskólann á Akureyri í vor, 2015, og mun stunda meistaranám við sama skóla næstu misserin 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

271 dagur til jóla

Eldri færslur

2015

2012

2011

2010

2008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband