Leita í fréttum mbl.is

Af hverju leyfir meirihlutinn, minnihlutanum að kúga sig?

Í flestum Vestrænum ríkjum er lýðræði stjórnarfyrirkomulagið. Það eru haldnar kosningar og sá sem flest atkvæði hlýtur, er sigurvegari. Það er allt gott og blessað. 

Svo kemur að því að taka ákvarðanir, þær sem e.t.v. mestu máli skipta í raun. Þar hefur því miður orðið reyndin sú að lýðræðið virkar ekki nógu vel. Minnihlutinn kúgar æði oft meirihlutann. 

Nokkur dæmi sem eru sláandi frá liðnum vikum. Umræðan um íslenskar vörur. Þeir sem ég hef talað við eru allir á því að við eigum að standa vörð um okkar eigin vörur og framleiðsu. Auðvitað ræður buddan því miður oft því sem við kaupum inn, svo stundum er ekki nóg að vilja kaupa íslenskt, en það breytir ekki þeirri staðreynd að Íslendingar vilja allflestir kaupa innlenda framleiðslu. En af hverju heyrist þá bara í hinum?

Mjólkin hækkaði um daginn. Allflestir hafa skilning á því að bændur þurfa líka að fá laun. Allflestir vilja líka vera þess umkomnir að kaupa innlendar landbúnaðarvörur. Ég myndi telja að aukin meirihluti vildi það. En af hverju heyrist þá bara í hinum?

Og af hverju mátti mjólkin ekki hækka? Fáir segja neitt ef vatnið, sem við getum fengið frítt úr krananum, hækkar um einhverjar krónur, við kaupum það samt. Er ekki eitthvað öfugsnúið við það? 

Þjóðkirkjan er annað dæmi. Hjá mjög mörgum er hún hluti af stóru stundum lífsins, bæði gleði og sorg. Oft er leitað til presta þegar einhver hefur misst ástvin eða þegar fjölskyldumeðlimur lendir í alvarlegu slysi. Einnig vilja margir láta skíra börnin sín og gifta sig í kirkju. En af hverju heyrist þá bara í hinum?

Ég held að svarið geti legið í því að fólk nennir ekki að taka slaginn eða eiga í þrasi við náungann. Öll umræðan minnir þó töluvert á þegar krakkar bera við að ALLIR segi eitthvað. Sem oft fyrr heyrist mest í fámennum, háværum hópi. Sem þýðir að enn og aftur er minnihlutinn að kúga meirihlutann og það er sannarlega ekki samkvæmt leikreglum lýðræðisins. Eigum við að hafa þetta svona áfram eða er tími til kominn fyrir meirihlutann að láta svona almennt í sér heyra? Ég held það, þess vegna varð þessi pistill til.  


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það kemur að því að almenningur segir hingað og ekki lengra með þessa fámennu öfgva hópa. Firsti öfgva hópurinn sem kemur í hug minn er latte lepjandi kaffihúsalyður í 101 Reykjavik.

Svo eru það stjórarnir sem stjórna eins og einræðisherrar, borgarstjóri Reykjavíkur kemur mér first í hug.

Það gleður mig að sjá þennan pistil, kanski er það upphafið að meirihlutinn láti heyra í sér. Þú átt heiður skilið að koma þessu af stað.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 12.8.2015 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birna Guðrún Konráðsdóttir
Birna Guðrún Konráðsdóttir

Sjúkranuddari að mennt. Hef starfað sem blaðamaður, bæði fast- og lausráðinn. Lauk BA-gráðu við Háskólann á Akureyri í vor, 2015, og mun stunda meistaranám við sama skóla næstu misserin 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

244 dagar til jóla

Eldri færslur

2015

2012

2011

2010

2008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 764

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband