Leita í fréttum mbl.is

Ákvæði um náttúruna, flóru og fánu

Að mínu mati þarf að setja í stjórnarskrá ákvæði um náttúruna, flóru og fánu. Umgengni og umgengnisrétt við hana og hvernig við ætlum að skila henni til komandi kynslóða. Það er ekki réttlætanlegt að við vöðum yfir móður jörð á skítugum skónum.

Hér eins og annarsstaðar þurfum við að hugsa áður en við framkvæmum. Þá er ég ekki einungis að hugsa um einhverjar stórframkvæmdir heldur alveg eins umgengni okkar, almennings. Við þurfum að huga á hálendinu, votlendinu, dýralífi og hvernig við göngum um. Við þurfum að huga að því að fólk fái að skoða landið sitt á skynsamlegan hátt. Það er sjálfsagt, að mínu mati, að almenningur fái að fara sem víðast, skoða sem mest, en það þarf að hafa skynsemina við stýrið, þar sem annarsstaðar.

Flestir ganga vel um, virða allar reglur og skemma ekkert. Njóta bara og upplifa. Þeir, hinir sömu, eru auðfúsugestir. Það er hins vegar alltaf þetta litla hlutfall, hinir svörtu sauðir, sem eyðileggja fyrir meirihlutanum. Það er ekki síst þeirra vegna sem þarf að setja reglurnar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birna Guðrún Konráðsdóttir
Birna Guðrún Konráðsdóttir

Sjúkranuddari að mennt. Hef starfað sem blaðamaður, bæði fast- og lausráðinn. Lauk BA-gráðu við Háskólann á Akureyri í vor, 2015, og mun stunda meistaranám við sama skóla næstu misserin 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

239 dagar til jóla

Eldri færslur

2015

2012

2011

2010

2008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 790

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband