Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Sérstaðan skiptir máli
Talandi um sérstöðu þá virðist okkar sérstaða vera sú í dag að enginn vill vera memm. Minnir nokkuð á línu úr laginu "Traustur vinur" Þegar af könnunni ölið er, fljótt þá vinurinn fer. Fyrir afar skömmu nutum við trausts alls staðar, að því er virtist, nú eigum við enga peninga og .......
Í þjóðarsál Íslendinga og kannski fleirum leynist sú þörf að finna blóraböggla fyrir gerðum. Í öllu því sem gengið hefur á í þjóðfélaginu leitar fólk að blórabögglum. Það eru seðlabankastjórar, ríkisstjórn og margir fleiri. Ég hef nokkuð hugsað um þetta, eins og líklega flestir landsmenn. Hvern á að hengja og er nauðsynlegt að hengja einhvern? Allir vita að langan tíma tekur að setja sig inn í mál. Værum við eitthvað bættari með að reka einhvern núna? Myndi ekki allt fara á byrjendareit og við í enn verri málum? Ég bara velti þessu svona fyrir mér.
Talandi um blóraböggla. Enginn vill auðvitað lenda í því hlutverki og hver sem betur getur reynir að hvítþvo sig af einhverju sem hann hefur gert. Fyrir skömmu var ég stödd á Tórínó á Ítalíu á Slow Food sýningu. Eitt kvöldið kveikti ég á BBC inni á herbergi og viti menn, var þar ekki verið að sýna frá mótmælafundi á Austurvelli á Íslandi. Þar var meðal ræðumanna Jón Baldvin. En ég man ekki betur en fyrir nokkrum árum hafi þessi hinn ágæti maður komið heim til landsins, veifandi EES samningi og sagt: Hér fengum við mikið fyrir ekkert. Þessi samningur var kannski það sem fyrst og fremst opnaði allar gáttir, fyrir þá sem vildu leika sér.
Á umræddri Slow Food ráðstefnu sá ég enn og aftur hvað Íslendingar eru gífurlega ríkir. Það að eiga nóg af bragðgóðu, hreinu vatni er ríkidæmi. Að eiga hrein búfárkyn, sem varla finnast annars staðar og geta framleitt vörur úr þeim er auðlegð. Enn og aftur sá ég sem sagt að við þurfum að hætta að skammast okkar fyrir það sem við eigum í landbúnaðargeiranum. Hér liggjum við á auðæfum, eins og ormar á gulli. Engin þörf er á að reyna að vera í fjöldaframleiðslu, enda getum við það ekki. Okkar vörur eiga að vera eins og gott konfekt og eru það því þær fást ekki á öðrum byggðum bólum. Sérstaðan er gífurlega mikils virði og við ættum í þessum umhverfi sem við lifum í núna að horfa inn á við. Sjá hvað við eigum mikið af auðlindum í framleiðslunni okkar. Auðlindir sem hvergi er hægt að fá annars staðar í heiminum. Íslenskt já takk!!!
Nýjustu færslur
- Kjósum rétt!
- Af hverju leyfir meirihlutinn, minnihlutanum að kúga sig?
- Auðugusta þjóð í heimi sem veit ekki af því
- Minnisvarði Landsbankans
- Ferðamenn og hagsýni
- Hvað má borða og hvað ekki
- Samgöngur eiga vera sjálfsögð grunnþjónusta
- Að vera eða vera ekki---SNOBBAÐUR
- Danir eru snjallir markaðsmenn
- Landsbyggðin í lykilhlutverki í biskupskosningum
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
- Borgarfjörður blómstrar Að Borgum er gott að búa-sumarbústaðalóðir til leigu/sölu
- Stafholtskirkja Borgarfirði
Margir góðir
- Trausti Jónsson, veðurfræðingur Borgnesingur eins og fleiri góðir
- Besta héraðsfréttablaðið
- Nanna Rögnvaldar
- Snara orðabók með meiru
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.