Leita í fréttum mbl.is

Nú má hlægja

Það er svo gott að hlægja, ekki síst fyrir svefninn. Hvatinn að þessum skrifum er saga sem ég las á facebook hjá einni góðri konu. Ég trúði því alveg að viðkomandi hefði lent í þeim atburði sem hún var að lýsa. Svo reyndist ekki vera. Ég fékk að hnupla sögunni og setja hana hjá mér. Margir mínir vinir trúðu því einnig að ég hefði getað lent í svona atburði. Þá er best að láta söguna bara flakka.

Sko einu sinni var ég á einhverju heilsufæði sem samanstóð af alls konar baunum. Aukaverkanir voru þær að vindgangurinn var rosalegur og hefði nærri geta komið mér til tunglsins. Lyktin var einnig í samræmi við það og er lesendum látið eftir að ímynda sér framhaldið. En allt um það. Á laugardagsmorgni þurfti ég að bregða mér í Bónus. Karlinn keyrði mig en nennti ekki inn þar sem ég ætlaði ekki að versla mikið. En röðin við kassann var rosalega löng og ég þurfti að bíða, lengi, lengi og svo varð mér svo mál að leysa vind. En auðvitað gerir maður ekki slíkt og þvílíkt í röð í Bónus. Ég hélt því fast í mér og var orðin gjörsamlega viðþolslaus þegar loks var komið að mér við kassann. Hrúgaði vörunum í poka, nánast henti peningum í kassadömuna. Hljóp svo út eins hratt og ég komst. Hentist inn í bíl hjá karlinum mínum og prumpaði og prumpaði eins og enginn væri morgundagurinn. Gaf svo frá mér fegins andvarp og sagði hátt: AHHHHH ÞETTA VAR GOTT um leið og ég snéri mér að karlinum til að útskýra þrautagöngu mína inni í búðinni. 

Gott fólk. Ég hélt að það myndi líða yfir mig þegar ég leit á hann og sá að ég var í vitlausum bíl. Maðurinn sem sat við stýrið var alls ekki maðurinn minn heldur einhver allt annar karl sem greinilega var að kafna úr skítafýlu því hann hamaðist eins og óður við að skrúfa rúðuna niður, sín megin. 

Ég hélt ég myndi deyja. Tautaði einhver afsökunarorð og tróðst út úr bílnum. Aumingja maðurinn sagði ekki orð. Var ábyggilega í andnauð og greinilega skíthræddur við þennan prumpustamp. Pokanum gleymdi ég auðvitað í bílum og ætla sko EKKI að leita að honum. 

Svo mörg voru þau orð. Önnur saga svipuð átti sér stað. Kona nokkur skaust í búð til að versla. Hún ætlaði að vera eldsnögg, sem hún var. Rauk inn, verslaði, rauk út aftur og settist inn í bílinn sinn. Henni gengur eitthvað illa að koma lyklinum í svissinn og skilur ekkert í þessu. Þá heyrist allt í einu úr aftursætinu: "Ætlar þú að láta mömmu og pabba borga peninga til að fá okkur til baka þegar þú ert búin að  ræna okkur?" Konugarminum bregður illa við og lítur í aftursætið. Þar sitja tvö börn, ekki hennar eigin, enda voru þau heima. Hún tautar eitthvað, rýkur út úr bílnum. Finnur sinn bíl og ekur reykspólandi, á tveimur dekkjum, í burtu í þeirri von að aldrei þurfi hún að sjá þessi börn framar.

Árin líða. Nærri fimmtán árum síðar kemur heimasætan á bænum með ungan mann í heimsókn. "Mamma, mig langar að kynna þig fyrir honum Guðjóni." Ungi maðurinn stígur fram, heilsar og fer að brosa. "Þú er konan sem ætlaði að ræna mér og systur minni fyrir mörgum árum af bílastæði. Ég hef oft hugsað til þín síðan." Segið svo að heimurinn sé ekki smár. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birna Guðrún Konráðsdóttir
Birna Guðrún Konráðsdóttir

Sjúkranuddari að mennt. Hef starfað sem blaðamaður, bæði fast- og lausráðinn. Lauk BA-gráðu við Háskólann á Akureyri í vor, 2015, og mun stunda meistaranám við sama skóla næstu misserin 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

237 dagar til jóla

Eldri færslur

2015

2012

2011

2010

2008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 802

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband