Leita í fréttum mbl.is

Breyting á stjórnarskránni núna

Hvort þetta er endilega rétti tíminn til að breyta stjórnarskránni skal ég ekki um segja og því síður að ég hafi einhverja töfraformúlu á því hvenær æskilegt er að endurskoðun fari fram. Margir telja að besti tíminn sé einmitt núna vegna hrunsins og þess ástands sem hefur ríkt í þjóðfélaginu. Að mínu viti þarf það ekki að vera svo. Ástandið gæti meira að segja truflað sýn fólks þannig að skammtímahagsmunir verði yfirgnæfandi og það væri mjög slæmt ef slíkt ætti sér stað.

Hins vegar er búið að eyða töluverðu fjármagni í allan þennan undirbúning. Það væri afar heimskulegt að láta þá peninga fara í súginn með því að hætta við núna. Sú hagsýni sem mér var innrætt í foreldrahúsum segir mér að betra sé að halda áfram en hætta við, þó ekki væri nema vegna peningana.

Breytingar eiga ekki að verða breytinganna vegna. Það verður að vera ástæða fyrir þeim og þær að leiða til einhvers betra. Sumu vil ég ekki breyta, annað er vert að endurskoða, eins og sjá má í öðrum pistlum. Stjórnarskráin á að vera gangorð og á auðskildu máli. Ekki plagg upp á fimm þúsund blaðsíður, sem enginn skilur nema lögfróðir aðilar. Hún þarf að vera hryggjarstykki löggjafarinnar, handhæg öllum og eins tímalaus og auðið er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birna G. Konráðsdóttir
Birna G. Konráðsdóttir

Lauk MA gráðu í félagsvísindum og BA gráðu í Nútímafræði við Háskólann á Akureyri. Þar áður námi í sjúkranuddi frá CCMH í Kanada.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Eldri færslur

2024

2015

2012

2011

2010

2008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband