Miðvikudagur, 24. nóvember 2010
Breyting á stjórnarskránni núna
Hvort þetta er endilega rétti tíminn til að breyta stjórnarskránni skal ég ekki um segja og því síður að ég hafi einhverja töfraformúlu á því hvenær æskilegt er að endurskoðun fari fram. Margir telja að besti tíminn sé einmitt núna vegna hrunsins og þess ástands sem hefur ríkt í þjóðfélaginu. Að mínu viti þarf það ekki að vera svo. Ástandið gæti meira að segja truflað sýn fólks þannig að skammtímahagsmunir verði yfirgnæfandi og það væri mjög slæmt ef slíkt ætti sér stað.
Hins vegar er búið að eyða töluverðu fjármagni í allan þennan undirbúning. Það væri afar heimskulegt að láta þá peninga fara í súginn með því að hætta við núna. Sú hagsýni sem mér var innrætt í foreldrahúsum segir mér að betra sé að halda áfram en hætta við, þó ekki væri nema vegna peningana.
Breytingar eiga ekki að verða breytinganna vegna. Það verður að vera ástæða fyrir þeim og þær að leiða til einhvers betra. Sumu vil ég ekki breyta, annað er vert að endurskoða, eins og sjá má í öðrum pistlum. Stjórnarskráin á að vera gangorð og á auðskildu máli. Ekki plagg upp á fimm þúsund blaðsíður, sem enginn skilur nema lögfróðir aðilar. Hún þarf að vera hryggjarstykki löggjafarinnar, handhæg öllum og eins tímalaus og auðið er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Kjósum rétt!
- Af hverju leyfir meirihlutinn, minnihlutanum að kúga sig?
- Auðugusta þjóð í heimi sem veit ekki af því
- Minnisvarði Landsbankans
- Ferðamenn og hagsýni
- Hvað má borða og hvað ekki
- Samgöngur eiga vera sjálfsögð grunnþjónusta
- Að vera eða vera ekki---SNOBBAÐUR
- Danir eru snjallir markaðsmenn
- Landsbyggðin í lykilhlutverki í biskupskosningum
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
- Borgarfjörður blómstrar Að Borgum er gott að búa-sumarbústaðalóðir til leigu/sölu
- Stafholtskirkja Borgarfirði
Margir góðir
- Trausti Jónsson, veðurfræðingur Borgnesingur eins og fleiri góðir
- Besta héraðsfréttablaðið
- Nanna Rögnvaldar
- Snara orðabók með meiru
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.