Leita í fréttum mbl.is

Framsala á valdi

Margir hafa áhyggjur af undirbúningsvinnu stjórnvalda vegna inngöngu í ESB eða Evrópusambandið. Það er alveg skiljanlegt, sérstaklega er að sjá að slík innganga myndi ekki gera landsbyggðinni og landbúnaðarframleiðslu neinn greiða. Verst er að þótt allir telji sig vera víðsýna og gera það sem best er fyrir komandi kynslóðir, eða við trúum því að svo sé, þá er erfitt að vera spámaður. Auðveldast er að vera vitur eftir á.

Árið 1262 undirrituðu Íslendingar samning við Noregskonung um framsölu á valdi til hans.  Sú undirritun átti sér nokkra forsögu. Reikna má með að landinn hafi verið orðinn langþreyttur á eilífum erjum, eignarupptöku, stríðum og manndrápum. Yfirgangi valdastéttar og fégráðugra manna sem sölsuðu til sín eignir og völd. Öldin á undan, Sturlungaöldin, bauð sannarlega upp á allt þetta. Einnig var þjóðfélagið í raun að liðast í sundur þar sem enginn einn valdhafi hélt þjóðinni saman. Kannski var því von að menn gripu til þessa ráðs. 

Margt er sammerkt þessu í nútímanum. Við höfum búið við langvarandi styrjaldir þótt á annan veg sé. Engir hausar hafa flogið í eiginlegri merkingu, en menn hafa verið að sölsa til sín eignir og völd. Segja má að skiljanlegt sé að einhverjir horfi annað í von um betri tíð með blóm í haga. 

En rétt eins og forðum er hægt að spyrja. Hversu vel mun það reynast að framselja valdið til annarra? Hversu vel mun það koma okkur, eyþjóð langt norður í höfum, að treysta öðrum fyrir okkar málum. Einhverjum sem ekki hefur búið og lifað hér og reynt það á eigin skinni? Ég held að best fari á því að við sjáum um okkur sjálf. Til að tryggja að svo verði er nauðsynlegt að setja varnagla í næstu stjórnarskrá þess eðlis að framsala valds sé óheimil nema það sé borið undir þjóðaratkvæði og jafnvel að aukin meirihluti þjóðarinnar þurfi að samþykkja. Á þann hátt væri sem best tryggt að engar fljótfærnislegar ákvarðanir yrðu teknar. 

Við höfum reynsluna, söguna til að læra af. Gerum ekki sömu mistökin og áttu sér stað 1262 og voru staðfest með einveldisyfirlýsingunni í Kópavogi 1662. Sagan er til að læra af henni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Ég vil ekki að gamla Frón verði aðili að ESB..hef svo sem ekki kynnt mér allt frá A-Ö en hver hefur það svo sem..en innganga í ESB er engin patent lausn á einu eða neinu..þó svo mér finnist það aðeins of mikið gert í því að láta það líta þannig út..Gamla krónan er ekki enn dauð þó svo mikið svo sé búið að gera til að murka úr henni lífið..þannig..eftir að borninum er náð þá er víst bara ein leið eftir og það er upp aftur..en maður fer ekki upp sömu leið og maður fór á botninn..

Agný, 24.11.2010 kl. 01:57

2 Smámynd: Birna Guðrún Konráðsdóttir

Kærar þakkir fyrir góðar ábendingar. Við höfum allt til að vinna, upp upp upp að nýju. Leiðin verður ábyggilega ekki greið en við þurfum að gæta þess, eins og þú segir einmitt,  að uppgangan verði með öðrum hætti en sú sem við fórum niður.

Birna Guðrún Konráðsdóttir, 24.11.2010 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birna Guðrún Konráðsdóttir
Birna Guðrún Konráðsdóttir

Sjúkranuddari að mennt. Hef starfað sem blaðamaður, bæði fast- og lausráðinn. Lauk BA-gráðu við Háskólann á Akureyri í vor, 2015, og mun stunda meistaranám við sama skóla næstu misserin 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

239 dagar til jóla

Eldri færslur

2015

2012

2011

2010

2008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 790

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband