Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
Miðvikudagur, 1. júní 2011
Hefðum átt að hlusta á karlinn
Þótt að ég hefi nú víst aldrei kosið Framsóknarflokkinn og það angrar mig svo sem ekkert þá hef ég um nokkra hríð verið hrifin af málflutningi Sigmundar Davíðs um endurreisnina eftir að bólan sprakk.
Ég tel nokkuð einsýnt að ef við hefðum farið niðurfærsluleið í einhverri myndi, strax, þá værum við almennt mikið betur stödd en reyndin er í dag. Og það sem meira er, almenningi hefði fundist að eitthvað væri verið að gera til að bæta haginn.
Í stað reiði og vonbrigða væri kannski komið bullandi uppbyggingarstarf. Fólk hefði fundið að tekið væri tillit til stöðu þeirra, hvort sem um væri að ræða fyrirtæki eða einstaklinga. Þá væru kannski ekki þúsundir Íslendinga enn í stríði við bankanna því að enn hefur einungis verið tekið á erlendu lánunum sem í mörgum tilfellum voru neyslulán, tekin til að kaupa bíl eða eitthvað slíkt.
Hinn stóri óleysti vandi eru íslensku lánin. Þau verðtryggðu sem urðu að skrímslum og fólk getur ekki borgað. Þar stendur allt fast og verra en óbreytt. Ef strax hefði verið tekin sneið af lánunum, væri annað hljóð í strokknum. Ef neytendur hefðu notið afskriftanna, alla vega að einhverju leiti, sem bankarnir hlutu þegar þeir tóku yfir skuldasöfn gömlu bankanna, þá væri allt önnur staða hjá flestum. Það er auðvitað ekki í lagi að nýr banki geti fengið skuldir Jóns Jónssonar með 50% afföllum hjá gamla bankanum en auminginn hann Jón borgar fullan skammt. Þetta er kannski löglegt, en alls ekki siðlegt.
Glötuð tækifæri í endurreisn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kjósum rétt!
- Af hverju leyfir meirihlutinn, minnihlutanum að kúga sig?
- Auðugusta þjóð í heimi sem veit ekki af því
- Minnisvarði Landsbankans
- Ferðamenn og hagsýni
- Hvað má borða og hvað ekki
- Samgöngur eiga vera sjálfsögð grunnþjónusta
- Að vera eða vera ekki---SNOBBAÐUR
- Danir eru snjallir markaðsmenn
- Landsbyggðin í lykilhlutverki í biskupskosningum
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
- Borgarfjörður blómstrar Að Borgum er gott að búa-sumarbústaðalóðir til leigu/sölu
- Stafholtskirkja Borgarfirði
Margir góðir
- Trausti Jónsson, veðurfræðingur Borgnesingur eins og fleiri góðir
- Besta héraðsfréttablaðið
- Nanna Rögnvaldar
- Snara orðabók með meiru