Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Kerfið í kerfi

Af hverju erum við svona mikið kerfisfólk? Hér búa ríflega þrjúhunduð þúsund manneskjur sem einkar lagið virðist vera að gera einföld mál flókin. Þrátt fyrir alla vinavæðingu fámennisins þá eru þeir sem minna mega sín alltaf að lenda í brasi með "kerfið" Einföld mistök í útfyllingu á eyðublöðum verður að stórmáli þótt allir samþykki að um mistök séu að ræða. Bara eins og maðurinn sem sótti um fæðingarorlof. Upplýsingarnar voru eitthvað loðnar, hann gerði sitt besta en fyllti rangt út.

Á leið hans um þennan dimma skóg kom einnig í ljós að endurskoðandi fyrirtækis þess sem hann vann hjá, hafði gert einhver mistök. Atvinnurekandinn sendi yfirlýsingu, ásamt endurskoðandanum að um mistök væri að ræða. En nei, þá fær viðkomandi bara ekkert fæðingarorlof og ef hann er ekki sáttur, getur hann bara kært. Kerfið sagði nei, fór í kerfi og við það situr. Er minnimáttarkenndin svo mikil að við þurfum að sýna mátt okkar og megin á þennan hátt? Helst flögrar það að mér.


Höfundur

Birna G. Konráðsdóttir
Birna G. Konráðsdóttir

Lauk MA gráðu í félagsvísindum og BA gráðu í Nútímafræði við Háskólann á Akureyri. Þar áður námi í sjúkranuddi frá CCMH í Kanada.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Eldri færslur

2024

2015

2012

2011

2010

2008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband