Sunnudagur, 5. febrúar 2012
Samgöngur eiga vera sjálfsögð grunnþjónusta
Það er ekki boðlegt á 21. öld að heilt byggðarlag á Íslandi sé án vegasamgangna. Í sögum er sagt frá afskekktum byggðum landsins þar sem ekki var hægt að komast. Menn reyndu þó, þótt fararskjótar væru kannski þarfasti þjónninn eða tveir jafnfljótir.
Þegar það hentar okkur notum við höfðatölu sem skrautfjöður. Það á ekki við hér. Það er greinilegt að röng spil hafa verið valin úr stokknum eða vitlaust gefið þegar kemur að ákvarðanatöku um vegamál. Spurningin er ekki einungis um það að íbúarnir komist í burtu, fólk verður líka að komast á staðinn, vitja eigna sinna og geta ferðast.
Hvað ef slys hendir eða kona lendir í barnsnauð? Landsbyggðarfólk þarf að standa saman og brjótast undan þessu misrétti. Það eiga ekki að vera réttindi fárra að komast leiðar sinnar, alla jafna. Samgöngur hvort sem um er að ræða vegi, síma eða nettengingar eiga vera sjálfsagður hluti af grunnþjónustunni, jafnt skipt á alla landsmenn
Krefjast aðgerða strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Kjósum rétt!
- Af hverju leyfir meirihlutinn, minnihlutanum að kúga sig?
- Auðugusta þjóð í heimi sem veit ekki af því
- Minnisvarði Landsbankans
- Ferðamenn og hagsýni
- Hvað má borða og hvað ekki
- Samgöngur eiga vera sjálfsögð grunnþjónusta
- Að vera eða vera ekki---SNOBBAÐUR
- Danir eru snjallir markaðsmenn
- Landsbyggðin í lykilhlutverki í biskupskosningum
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
- Borgarfjörður blómstrar Að Borgum er gott að búa-sumarbústaðalóðir til leigu/sölu
- Stafholtskirkja Borgarfirði
Margir góðir
- Trausti Jónsson, veðurfræðingur Borgnesingur eins og fleiri góðir
- Besta héraðsfréttablaðið
- Nanna Rögnvaldar
- Snara orðabók með meiru
Athugasemdir
Nú er ég enginn sérfræðingur í landsbyggðini, en hér í reykjavík sér bærinn um að riðja vegi. Sömuleiðis í kópavogi. Eiga síðan skattarnir mínir að riðja vegina þeirra? og á þetta fólk ekki traktóra sem það getur rutt með? Þetta hljómar eins og vein í ósjálfbjarga barni.
Karl (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 10:28
he he he Karl þú ert að grínast með svona ummælum sem sýna algjört þekkingarleysi á staðháttum.Íbúar þarna borga líka skatta til þjóðfélagsins eins og þú og á rétt á grunnþjónustu eins og þú ,sveitarfélagið borgar ekki allan ruðning í Reykjavík heldur borga ég það líka þó ég búi þar ekki því að það vill svo til að liggur vegur í gegnum Reykjavik sem ríkið borgar ruðning og sér um viðhald á.
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 5.2.2012 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.