Sunnudagur, 5. febrúar 2012
Að vera eða vera ekki---SNOBBAÐUR
Ég hef stundum verið að skoða ættir mínar að gamni mínu, alltaf fróðlegt að sjá og finna út hverjum maður er skyldur. Í því samhengi hef ég ögn verið að hugsa um snobb og hvernig það er tilkomið hjá fólki. Af hverju verður fólk snobbað og hvað er það sem gefur því rétt til að vera það? Við þessu er ekkert einhlýtt svar og margt sem hangir á þeirri spýtu.
Ég hef einfalda skoðun á fólki, það er einfaldlega fólk. Sumir eru góðar og ærlegar manneskjur aðrir ekki. Að mínu viti á að snobba fyrir þeim fyrrnefndu, en láta hina eiga sig. En svona einföld skilgreining er ekki endilega viðtekin venja og því síður rétt eða sönn.
Sem dæmi var í gamla daga oft snobbað fyrir prestinum. Hann gegndi merkilegra embætti en sauðsvartur almúginn, eins og stundum var sagt. Hann hafði menntun sem flestir í hans umhverfi voru án. En var hann eitthvað merkilegri manneskja? Það er ekkert víst. Við höfum flest heyrt sögur af prestum sem voru mestu fúlmenni og misnotuðu aðstöðu sína. Mér finnst að svona manneskjur séu nú ekki verið mikið til að snobba fyrir.
Síðan var snobbað fyrir hreppsstjóranum eða oddvitanum. Oft af því að þeir voru fulltrúar hins veraldlega valds og höfðu afkomu og líðan marga í hendi sinni. Það var kannski óttasnobb. Margir þeirra voru hinu sama marki brenndir og prestarnir og sömu sögu má segja um sýslumenn. En samt er það talið flott að hafa þennan flokk manna í ættum sínum.
Hér áður fyrr var það svo að ekkert var sjálfgefið að sá gáfaðisti í hverri sveit færi til mennta. Það fór eftir peningaeign hverrar fjölskyldu. Þeir sem höfðu ráð á að mennta sig, fengu líka oft embætti sem ómenntaðir fengu ekki. Fóruutan, urðu sigldir, tóku upp ættarnafn-dal,-sen eða -son. Urðu ekkert endilega betri manneskjur en fengu embætti, öðluðust völd.
Eins og áður segir hafði það ekkert að gera með gáfur viðkomandi hvort hann komst til embættist eða ekki. Margir hafa lesið frásagnir um gáfaða alþýðumenn er aldrei höfðu tök á því að ganga menntaveginn en lærðu tungumál, grasafræði og eitt og annað, bara af bókum, án þess að taka próf. Margt af þessu fólki var fátækt og reyndi aldrei neitt annað. Mátti þá ekki alveg eins snobba fyrir því?
Eftir þessar hugleiðingar kemst ég að sömu niðurstöðu, enn og aftur. Ef þarf að snobba eða vera snobbaður, verður að vera inneign fyrir því, óháð menntun. Ekki lifa á fornri frægð, jafnvel vafasamri. Vera snobbaður af því að langalangalangafi var hreppstjóri eða Sen.
Það eru þeir ættingjar sem hafa gengið sannleikans veg, verið góðar og gegnar manneskjur sem maður á að vera hreyknastur af. Hina sem eru undirförulir, lævísir og svikulir, en hafa kannski gífurlega menntun, á maður bara að láta liggja milli hluta. Maður velur sér jú bara vini, ekki ættingja.
Með snobb kveðjum úr Borgarfirðinum
Nýjustu færslur
- Kjósum rétt!
- Af hverju leyfir meirihlutinn, minnihlutanum að kúga sig?
- Auðugusta þjóð í heimi sem veit ekki af því
- Minnisvarði Landsbankans
- Ferðamenn og hagsýni
- Hvað má borða og hvað ekki
- Samgöngur eiga vera sjálfsögð grunnþjónusta
- Að vera eða vera ekki---SNOBBAÐUR
- Danir eru snjallir markaðsmenn
- Landsbyggðin í lykilhlutverki í biskupskosningum
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
- Borgarfjörður blómstrar Að Borgum er gott að búa-sumarbústaðalóðir til leigu/sölu
- Stafholtskirkja Borgarfirði
Margir góðir
- Trausti Jónsson, veðurfræðingur Borgnesingur eins og fleiri góðir
- Besta héraðsfréttablaðið
- Nanna Rögnvaldar
- Snara orðabók með meiru
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.