Sunnudagur, 29. janúar 2012
Svo mildum við þorra-með blóti
Árlegt þorrablót Tungnamanna var haldið í Þinghamri, félagsheimili heimamanna, í kvöld. Þátttaka var góð að venju. Passlega þröngt var í salnum eins og vant er, menn voru með plastpoka, kassa, kælibox og önnur ílát, undir guðaveigarnar. Hákarl, brennivín og kristall í boði í forrétt. Allt samkvæmt ritúalinu.
Til tíðinda bar helst að þorrablótsnefndin hóf fyrst af öllum innreiðina að girnilegu hlaðborðinu. Nokkuð sem fyrr hefur ekki tíðkaðst í Tungunum. Minnti helst á afmæli þar sem afmælisbarnið byrjar. Er biðröð lauk, strunsuðu menn í sæti sín með hraukaða diska af súrmat, svipakjömmum, rófustöppu og öðru góðmeti. Fyrsta vers í að blíðka hinn grimmlynda þorra.
Annállinn var góður. Magnús Magnússon ritstjóri Skessuhorns fór á kostum og það sem hann mælti heyrðist alveg inn í horn. Veislustjórinn hefur án efa verið góður einnig, minna heyrðist í honum. Á milli spaugsyrða var sungið undir dyggum undirleik Þorvaldar í Brekkukoti. Þar var ekki í kot vísað. Söngvatn er nauðsynlegt með slíkum æfingum og var það óspart teygað. Enda fátt betra í vegferðinni að blíðkun þorra.
Að horfa á fólk á dansgólfi er skemmtan, út af fyrir sig. Hinn kloflangi dansherra sem dregur á eftir sér klofstutta dömu sína, er óborganlegur. Hann glennir sig í risaskrefi á meðan hún hleypur sjö, til að hafa við. Svo er það hinn geysi-glaði. Sveiflar öllum skönkum, tekur ekkert eftir því að hann hittir fyrir mann og annan. Ef einhver væri með hárkollu á gólfinu er næsta víst að hún hrykki af er hún mætti skanka á förnum vegi. Sá umfangsmikli er einnig fyrirferðarmikill á gólfinu. Hann þarf og vill sitt rými. Er nokkuð saman þótt ein og ein tá líði fyrir. Allt gjört til að milda hinn skapmikla þorra.
Enda bregður svo við. Eftir æfingar strangar við át, drykkju og dill, er komin blíða. Hægt er að tendra ljós á kveikjara utan dyra. Vill einhver halda því fram að þorrablót geri ekki gagn? Hvort sem þorri man tilraunir Tungnamanna til að hylla hann þá er víst að árlega streyma menn úr uppsveitum Borgarfjarðar til að skemmta sér og öðrum á hátið kenndri við þorra. Góður siður. Takk fyrir kvöldið.
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Nýjustu færslur
- Kjósum rétt!
- Af hverju leyfir meirihlutinn, minnihlutanum að kúga sig?
- Auðugusta þjóð í heimi sem veit ekki af því
- Minnisvarði Landsbankans
- Ferðamenn og hagsýni
- Hvað má borða og hvað ekki
- Samgöngur eiga vera sjálfsögð grunnþjónusta
- Að vera eða vera ekki---SNOBBAÐUR
- Danir eru snjallir markaðsmenn
- Landsbyggðin í lykilhlutverki í biskupskosningum
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
- Borgarfjörður blómstrar Að Borgum er gott að búa-sumarbústaðalóðir til leigu/sölu
- Stafholtskirkja Borgarfirði
Margir góðir
- Trausti Jónsson, veðurfræðingur Borgnesingur eins og fleiri góðir
- Besta héraðsfréttablaðið
- Nanna Rögnvaldar
- Snara orðabók með meiru
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Viðskipti
- Var um tíma hætt að lítast á blikuna
- Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi
- Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE
- Slakt þjónustustig stofnana
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka
- Munurinn sýni fram á einokun
- Samdráttur í sölu kampavíns í fyrra
- Breytti landslagi markaðarins
- Krísur eru álagspróf fyrir vörumerki
- Arion áætlar um 8,3 milljarða hagnað
Athugasemdir
Takk sömuleiðis, ég varð einmitt vör við þessi pör á gólfinu sem þú skrifar hér um ;) Þetta var nú stórkostlega skemmtilegt þorrablót eins og ég átti von á og stóðu Tungnamenn og konur fyllilega undir væntingum mínum um skemmtilega samveru. Bestu kveðjur í neðri uppsveitina úr efri uppsveitinni og úthverfi Tungnanna :)
Ingibjörg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 14:55
Sömuleiðis, takk fyrir frábæra skemmtan sem að sjálfsögðu var einungis okkar fórn til að blíðka hinn skapstygga þorra
Birna G. Konráðsdóttir, 29.1.2012 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.