Laugardagur, 28. janúar 2012
Venjulegar fjölskyldur
Einn af ráðamönnum þjóðarinnar mun hafa haft á orði að engar "venjulegar" fjölskyldur hefðu komið illa út úr hruninu. Þessi ummæli eru athyglisverð og kalla auðvitað á skilgreiningu á orðinu venjulegur. Hvernig er venjuleg fjölskylda samsett? Er það vístitölufjölskylda, tveir fullorðnir og tvö börn, eitt barn og einn fullorðinn, hundur eða köttur og fullorðinn, eða skiptir stærðin og/eða samsetning engu máli?
Samkvæmt orðabók þýðir orðið venjulegur, vanalegur, almennur, hversdagslegur. Orðið almennur er það sem hnotið er um. Þessi orð mætti þá túlka svo að engar almennar fjölskyldur hefðu orðið illa fyrir barðinu á títtnefndu hruni.
Mörgum finnst eftirstóttarvert að vera venjulegur og heyrist oft að viðkomandi sé bara venjulegur. Sú persóna er greinilega heppnari en hinir, hrunið hefur ekkert hitt hana fyrir.
Öðrum finnst mest spennandi að vera óvenjulegur. Þeir einstaklingar eiga alla samúð. Þeir bera uppi afleiðingar hrunsins, samkvæmt ofansögðu.
Í ljósi alls sem sagt hefur verið eftir HRUN læðist að sá grunur að fáar venjulegar fjölskyldur búi á Íslandi. Að sönnu var vitað að þjóðin væri fremur óvenjuleg en að það væri svona almennt, kemur á óvart.
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Nýjustu færslur
- Kjósum rétt!
- Af hverju leyfir meirihlutinn, minnihlutanum að kúga sig?
- Auðugusta þjóð í heimi sem veit ekki af því
- Minnisvarði Landsbankans
- Ferðamenn og hagsýni
- Hvað má borða og hvað ekki
- Samgöngur eiga vera sjálfsögð grunnþjónusta
- Að vera eða vera ekki---SNOBBAÐUR
- Danir eru snjallir markaðsmenn
- Landsbyggðin í lykilhlutverki í biskupskosningum
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
- Borgarfjörður blómstrar Að Borgum er gott að búa-sumarbústaðalóðir til leigu/sölu
- Stafholtskirkja Borgarfirði
Margir góðir
- Trausti Jónsson, veðurfræðingur Borgnesingur eins og fleiri góðir
- Besta héraðsfréttablaðið
- Nanna Rögnvaldar
- Snara orðabók með meiru
Athugasemdir
Heil og sæl; Birna Guðrún !
Vel; að orði komist hjá þér - og lýsir vel, ástandinu, í landinu.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 17:26
heill og sæll!
Takk fyrir párið. Góðar kveðjur úr Borgarfirðinum
Birna G. Konráðsdóttir, 28.1.2012 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.