Leita í fréttum mbl.is

Úr vöndu að ráða

Umræða hefur verið um mannkosti þeirra einstaklinga er sitja á Alþingi. Þá vaknar spurningin um hver valdi fólkið sem þar situr? Jú, það voru kjósendur. Þeir höfðu val. Eru þeir þá sekir um að hafa valið gjörónýtt fólk? Eru þá kjósendur ekki í stakk búnir til að velja? þetta er ekki alveg svona einfalt. Til að hafa val verður að vera eitthvert úrval til að velja úr.

Skorað er á einstakling að stíga á stokk, bjóða sig fram til ábyrgðarstöðu. Eða þá að hann ákveður sjálfur að hann vilji gefa sig til starfans. Oft fer fram forval áður en endalegur listi er ákveðinn. Aftur koma kjósendur við sögu. Eru þeir þá sekir um að hafa valið vitlaust? Enn er svarið ekki einfalt. Til að vekja á sér athygli þarf oft mikið að peningum. Sá næst besti, eða þriðji besti hefur kannski betra aðgengi að fjármagni en sá besti. Í upplýsinga- og auglýsingasamfélaginu skiptir það lykilmáli. Stundum vita kjósendur ekki af þeim besta því hann er ekki eins loðinn um lófana og sá er aftar er. Ekki gott.

Í ljósi allrar þeirrar umræðu sem hefur verið, þá mega kjósendur ekki gera sig seka um að nota sitt gullfiskaminni þegar kemur að næstu kosningum. Ef almenningur er óánægður, verður hann að muna það, þegar kosið verður næst. Ekki hugsa, "ÉG kýs bara það sem ég er vön/vanur, það er ekkert skárra í boði."

 Það er hins vegar grátlegt að erfitt virðist að kjósa fólk eftir mannkostum. Það er kosið eftir flokkslínum. Það er líka grátlegt að þrátt fyrir að allir segist vilja landinu vel, þá stendur flokkspólitík í veginum fyrir því að fólk vinni saman. Það er auðvitað ekkert vit. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birna G. Konráðsdóttir
Birna G. Konráðsdóttir

Lauk MA gráðu í félagsvísindum og BA gráðu í Nútímafræði við Háskólann á Akureyri. Þar áður námi í sjúkranuddi frá CCMH í Kanada.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Eldri færslur

2024

2015

2012

2011

2010

2008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband