Leita í fréttum mbl.is

Stórhríð og óvissustig

Fyrirsögnin í Morgunblaðinu kallaði fram hugmynd um sannleika hennar í víðasta skilningi. Í sumum landshlutum er stórhríð og óvissustig vegna veðurs en í öllum landshlutum geisar stórhríð og óvissustigið er sannarlega til staðar. Heilu sveitunum er haldið í gíslingu vegna stórhríðar og óvissustigs, af manna völdum.

Skortur á mennsku er umhugsunarefni í allri merkingu orðsins. Skortur á skilningi og tilliti. Óvissustig ríkir.  Forgangsröðun er athygliverð. Að græða aur virðist meira virði en mennskan. Margir eru á þeirri braut, að elta Mammon. Kannski ekki eins einmanna og ráðamenn þjóðarinnar voru sýndir á vegferð sinni í áramótaskaupinu. En þeir sem þvælast fyrir eru jafnvel keyrðir niður, rétt eins og þar. 

Við og þeir ræður víða ríkjum. Höfuðborgarbúinn skilur ekki aðsöðu eða aðstöðuleysi landsbyggðarmannsins og öfugt. Ríkisvaldið skilur ekki barning íbúanna. Atvinnurekendur skilja ekki launþega. Vinstrimenn skilja ekki hægrimenn. Við og þeir.

Það ríkir sannarlega óvissustig og einnig stórhríð í hugum þeirra sem eru að reyna að hafa til hnífs og skeiðar. Óvissan um afkomu, um eignir, æru og stolt. Menn þreyja þorrann, með þeim leiðindum sem honum fylgja oft. Hann tekur enda. Menn eygðu og eygja von í vorinu. Mun það einnig gerast hjá þorra landsmanna? Mörgum finnst að þeir hafi þreytt þorrann nógu lengi, að mál sé að linni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birna G. Konráðsdóttir
Birna G. Konráðsdóttir

Lauk MA gráðu í félagsvísindum og BA gráðu í Nútímafræði við Háskólann á Akureyri. Þar áður námi í sjúkranuddi frá CCMH í Kanada.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Eldri færslur

2024

2015

2012

2011

2010

2008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband