Leita í fréttum mbl.is

Gullmolar úr hversdeginum

Kveikjan að þessum skrifum eru orð vinar míns sem lenti í smá uppákomu. Hann keypti síu í bílinn sinn sem til kom var vitlaust afgreidd þannig að hann gat ekki klárað það sem hann ætlaði að gera, þ.e. að skipta um síu. Eins og hann sagði sjálfur hefði verið auðvelt að fara í fýlu, býsnast yfir vitlausri afgreiðslu, vitlausum afgreiðslumanni og allt það, en það hefði ekki bætt honum síuleysið svo hann sleppti því. Mér finnst þetta frábær afstaða. Hún á svo víða við og í svona ergelsi er það einn sem líður mest, maður sjálfur. Enn eitt dæmið um hvað æðrluleysisbænin er sönn. Að breyta því sem ég fæ breytt, sætta mig við hitt og hafa vit til að greina á milli. 

Ég á fimm barnabörn. Hvert þeirra um sig gerir mig afar stolta. Um daginn var ég að rabba við sex ára stubb í símann sem nýlega er byrjaður í skóla í fyrsta sinn. Vert er að taka fram að hann er mikill tölvukarl og finnst fátt eins skemmtilegt og fara í tölvu til að leika sér. Við vorum að ræða skólavistina og hvernig hún væri. "Amma það er ekki nógu skemmtilegt í þessum skóla. Tölvurnar eru alltaf bilaðar." Síðan verður smá þögn og þá kemur þessi guðdómlega viðbót. "Amma, ert þú ekki í kvenfélagi sem alltaf er að gefa gjafir? Segðu konunum í kvenfélaginu þínu að skólann vanti nýjar tölvur." Yndislegt.

 Ég var stödd í smá samkvæmi. Þar var meðal annarra einn stubbalingur, kannski svona fjögurra ára. Hann fer að segja mér að afi sinn sé dáinn. Ég spurði hvort afinn hefði verið veikur. "Nei, sagði stubburinn, "hann var bara að labba út á götu, datt og dó." "Og hvernig var hann heppinn,?" spurði ég og fékk til baka þennan guðdómlega, ferlega ertu vitlaus svip, sem börn ein geta sett upp. "Nú það hefði einhver getað keyrt yfir hann og meitt hann og hann hefði þá kannski dáið. Hann var svo heppinn að enginn gerði það."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birna G. Konráðsdóttir
Birna G. Konráðsdóttir

Lauk MA gráðu í félagsvísindum og BA gráðu í Nútímafræði við Háskólann á Akureyri. Þar áður námi í sjúkranuddi frá CCMH í Kanada.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Eldri færslur

2024

2015

2012

2011

2010

2008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband