Leita í fréttum mbl.is

Ótrúlegt

það var einu sinni kona sem datt á bólakaf í stóran drullupoll. Allir nærstaddir hlógu. Konan stóð upp og sagði að þetta hefði verið með vilja gert. Að leggjast flatur í drullu væri eitt besta fegrunarmeðal sem til væri. Það væri svo gott fyrir húðina. Slíkur var sannfæringarkrafturinn að áður en við var litið var fjöldi manns farin að baða sig upp úr drullupollum, hvar sem til þeirra náðist. Það var ekki fyrr en ein saklaus sál nefndi að baða sig upp úr drullu hefði ekkert annað í för með sér en auka þvott, sem í sjálfu sér er gott fyrir húðina, að álögin runnu af fólki. Ótrúlegt.

það var einu sinni keisari sem réði til sín klæðskera sem áttu að sauma á hann ný föt. Þótt ekkert væri efnið var sannfæringarkrafturinn slíkur að þeim tókst að telja keisara og hirðinni allri trú um að um fegursta silki væri að ræða.  Keisarinn ákvað að klæðast hinum nýju fötum við hátíðlegt tækifæri. Það var ekki fyrr en saklaust barn nefndi að hann væri klæðalaus að álögin runnu af fólki. Ótrúlegt.

Það voru einu sinni fjármálamenn sem ákváðu að verða ríkir. Þeir uxu og döfnuðu, eins og púki á fjósbita. Veldi þeirra var mikið, eða svo héldu allir og þjóðin var afar stolt af þeim. Margir urðu til að vara við að ekki væri allt þetta veldi byggt á bjargi, fremur væri það byggt á sandi. Sannfæringarkraftur fjármálamannanna var slíkur að fólk tók svona gagnrýni ekki vel. Það væru bara öfundssjúkir aðilar sem svona létu. Það var ekki fyrr en allt fór í norður og niðurfallið, með miklu brauki og bramli að álögin runnu af fólki. Ótrúlegt. 

Það var einu sinni land sem bjó yfir besta vatni í heimi. Þjóðin í landinu var ekki meðvituð um þá auðlind sína og hafði kannski ekki trú á hún væri merkileg. Þrátt fyrir að reynt væri að selja vatnið til landa þar sem skortur var á slíkum gæðum, tókst ekki sem skyldi. Þar vantaði sannfæringarkrafinn til að losa álögin af fólki. Ótrúlegt.

Það var einu sinni þjóð sem ræktaði ómenguðust afurðir í heimi. Náttúran var hrein, ekki þurfti að úða eiturefnum á allt sem óx og vatnið var í háum gæðum. Þjóðin reyndi að selja kjöt til útlanda en hafði ekki árangur sem erfiði að neinu viti, var kannski með minnimáttarkennd. Þar vantaði sannfæringarkraftinn til að koma gæðavöru á markað og álögin enn virk. Ótrúlegt. 

Það var einu sinni að fólk sem lenti í hremmingum.  Það varð að stokka allt upp, skoða og meta lífið og gæði þess upp á nýtt. Svo liðu árin. Einn dag kom maður fram í fjölmiðli landsins og greindi frá því að nú væri rosalega sniðugt að fara að rækta erfðabreytt matvæli. Það væri bara allt í lagi þótt ekki væri búið að rannsaka það mikið hvaða afleiðingar það hefði fyrir fólk og dýr að borða afurðirnar. Þetta væri stærsta skref sem mannkynið hefði stigið í árþúsundir. Þótt alls ekki væri heldur fyrirséð hvaða áhrif svona aðskotaplöntur hefðu á móður jörð. Málið væri að erfðabreytt korn gæfi svo mikið meira af sér, menn myndu græða svo mikið meira á því að rækta þessar plöntur. Sagan minnir mjög á söguna um fjármálamennina. Spurning hvort fólkið sé enn í dróma og muni gera sömu mistök aftur. Lætur það einhvern með mikinn sannfæringarkarft segja sér hvað er í lagi og hvað ekki. Hverju eigi að trúa og hverju ekki. Vonandi hafa menn lært af reynslunni og beita heilbrigðri skynsemi til að meta hvað er rétt en gleypa ekki hráar yfirlýsingar þeirra sem vilja selja. Annað væri Ótrúlegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birna G. Konráðsdóttir
Birna G. Konráðsdóttir

Lauk MA gráðu í félagsvísindum og BA gráðu í Nútímafræði við Háskólann á Akureyri. Þar áður námi í sjúkranuddi frá CCMH í Kanada.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Eldri færslur

2024

2015

2012

2011

2010

2008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband