Þriðjudagur, 24. janúar 2012
Þetta með traustið
Mikið hefur verið rætt um að fólk treysti ekki lengur. Treysti ekki Alþingi, ekki stjórnmálamönnum, ekki stjórnendum almennt. Kannski eru það réttmætar vangaveltur. Lítum ögn til baka. Á Íslandi varð hrun. Við áttum útblásna banka sem duttu með andlitið á kaf í drullupoll. Ríkið tók þá yfir, seldi suma aftur, í orði kveðnu. Hverjir eiga hvað, er ekki alveg vitað.
Ef rétt hefði verið haldið á málum hefðu allir sem einhverja ábyrgð báru í peningastofnun, átt fá pokann sinn. Þá hefðum við e.t.v. haft raust á bönkunum. Fengið á tilfinninguna að yfirmönnum samfélagsins væri í mun að endurreisa tiltrú á bankakerfið. Svo einfalt er það. Á meðan var lag var ekkert gert til að hreinsa til. Það voru þeir sem valdið hafa, stjórnmálamenn, sem pissuðu í skóinn sinn. Þeir brugðust okkur. Þar af leiðandi er þeim ekki heldur treystandi og þeir virðast ekki skilja að við eigum í býsna miklu basli.
Fullt af fólki hefur ekkert gert annað af sér en að borga, borga og borga með það að mottói að standa í skilum. Því hefur verið stillt upp fyrir framan aftökusveitina. Allur meirihluti fólks vil standa sína plikt, vill greiða til baka það sem það fékk lánað. Það vill líka semja þegar útlit er fyrir vandræði og minni greiðslugetu. En slíkt virðist ekki vera í boði á sumum bæjum. Valið virðist vera, borga eða tapa, jafnvel því sem alla ævi hefur verið stritað fyrir að eignast. Er það réttlæti?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Kjósum rétt!
- Af hverju leyfir meirihlutinn, minnihlutanum að kúga sig?
- Auðugusta þjóð í heimi sem veit ekki af því
- Minnisvarði Landsbankans
- Ferðamenn og hagsýni
- Hvað má borða og hvað ekki
- Samgöngur eiga vera sjálfsögð grunnþjónusta
- Að vera eða vera ekki---SNOBBAÐUR
- Danir eru snjallir markaðsmenn
- Landsbyggðin í lykilhlutverki í biskupskosningum
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
- Borgarfjörður blómstrar Að Borgum er gott að búa-sumarbústaðalóðir til leigu/sölu
- Stafholtskirkja Borgarfirði
Margir góðir
- Trausti Jónsson, veðurfræðingur Borgnesingur eins og fleiri góðir
- Besta héraðsfréttablaðið
- Nanna Rögnvaldar
- Snara orðabók með meiru
Athugasemdir
Góður pistill þetta Birna.
Kveðja Sæa.
sæa (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.