Laugardagur, 27. nóvember 2010
Sætin skipta máli
Smá misskilnings hefur gætt meðal kjósenda sem sumir hverjir halda að það skipti ekki máli í hvaða sæti þeir setja þá sem þeir vilja kjósa, allir fái sama vægi. Þetta er ekki rétt. Sá sem þú vilt helst að komist inn, þarf að vera efstur á listanum þínum. Það skiptir máli. Hins vegar til að nota atkvæðið þitt sem best er ekki verra að skrifa niður fleiri númer. Sá sem er efstur er kannski þegar öruggur inn, þegar kemur að þínum seðli í talningunni, þá færist atkvæðið þitt á næsta númer fyrir neðan og síðan koll af kolli. Verið gæti líka að sá sem er efstur hjá þér, eigi enga von, þá færist atkvæðið þitt líka á þann næsta.
Gæta verður að því að skrifa í hverja línu. Ef ein línan er auð eru þau númer þar á eftir ógild. Ef fólk er í vafa er best að setja bara eitt númer og bendi ég í því sambandi á mitt, 4195. Það er nokkuð gott.
Hvernig sem allt veltist er nauðsynlegt að fólk mæti á kjörstað og kjósi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Kjósum rétt!
- Af hverju leyfir meirihlutinn, minnihlutanum að kúga sig?
- Auðugusta þjóð í heimi sem veit ekki af því
- Minnisvarði Landsbankans
- Ferðamenn og hagsýni
- Hvað má borða og hvað ekki
- Samgöngur eiga vera sjálfsögð grunnþjónusta
- Að vera eða vera ekki---SNOBBAÐUR
- Danir eru snjallir markaðsmenn
- Landsbyggðin í lykilhlutverki í biskupskosningum
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
- Borgarfjörður blómstrar Að Borgum er gott að búa-sumarbústaðalóðir til leigu/sölu
- Stafholtskirkja Borgarfirði
Margir góðir
- Trausti Jónsson, veðurfræðingur Borgnesingur eins og fleiri góðir
- Besta héraðsfréttablaðið
- Nanna Rögnvaldar
- Snara orðabók með meiru
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.