Fimmtudagur, 25. nóvember 2010
Af hverju ætti ég eiginlega að kjósa?
Þetta er sú spurning sem margir hafa spurt mig að undanförnu. Svar mitt við því er í nokkrum liðum.
Það tók okkur langan tíma að öðlast kosningarétt að nýju. Í langan tíma réðu Íslendingar engu um það hverjir færu hér með völd. Hvað þeir gerðu eða hvernig umhverfi okkur var boðið upp á. Við urðum bara að kyngja því sem aðrir þröngvuðu upp á okkur. Það var mikill sigur að öðlast þennan dýrmæta rétt að fá að segja skoðun sína með atkvæði sínu. Við eigum því að kjósa.
Nú er verið að prufukeyra persónukosningar. Það væri slæmt, svo ekki sé dýpra í árina tekið, ef þátttaka yrði svo lítil að enginn reynsla kæmi á þessa framkvæmd. Þegar við sem landsbyggðina byggjum segjum svo síðar að frekar en að landið verði eitt kjördæmi eða kjördæmin stækkuð enn frekar, viljum við persónukosningar, þá munu stjórnvöld nota dræma þátttöku nú til að blása það af. Mætum því á kjörstað.
Reyndar er ég örlítið smeik við persónukjör, almennt, nema reglur séu strangar um auglýsingar. Persónukjör getur nefnilega boðið upp á þær aðstæður að sá sem hefur mest fé, handa á milli, komi sér best á framfæri. Það væri mjög óréttlát gagnvart öðrum. Með ákvæðum um hámarks upphæð í auglýsingar væri hins vegar hægt að reyna að setja fyrir þann leka. Í dag er hægt að auglýsa sig án mikils tilkostnaðar. Það tekur frekar tíma en fé.
Margir frambjóðendur tala um að landið eigi að vera eitt kjördæmi. Eins og það er sett upp hjá flestum hugnast mér sú hugmynd ekki. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að sjá hvernig landsbyggðin kæmi út úr því. Við fengjum engan mann kjörinn, það er ekki flókið.
Landsmenn góðir. Notum þennan dýrmæta rétt sem við höfum. Mætum á kjörstað, þótt fólk skili auðu er það betra en að sitja heima. Þetta er verðmætasti réttur hverrar sjálfstæðar þjóðar. Hann á að nota.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Kjósum rétt!
- Af hverju leyfir meirihlutinn, minnihlutanum að kúga sig?
- Auðugusta þjóð í heimi sem veit ekki af því
- Minnisvarði Landsbankans
- Ferðamenn og hagsýni
- Hvað má borða og hvað ekki
- Samgöngur eiga vera sjálfsögð grunnþjónusta
- Að vera eða vera ekki---SNOBBAÐUR
- Danir eru snjallir markaðsmenn
- Landsbyggðin í lykilhlutverki í biskupskosningum
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
- Borgarfjörður blómstrar Að Borgum er gott að búa-sumarbústaðalóðir til leigu/sölu
- Stafholtskirkja Borgarfirði
Margir góðir
- Trausti Jónsson, veðurfræðingur Borgnesingur eins og fleiri góðir
- Besta héraðsfréttablaðið
- Nanna Rögnvaldar
- Snara orðabók með meiru
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.