Mánudagur, 15. nóvember 2010
Í upphafi skyldi endinn skoða
það er gaman að því hversu margir andans menn og konur eru meðal frambjóenda til Stjórnlagaþings. Greinum af ýmsum toga er skutlað fram á völlinn, sem ekkert sé. Nokkuð er ljóst að mörgum liggur mikið á hjarta og þurfa að deila því með okkur hinum. Það er af hinu góða. Ég hef jafnframt verið nokkuð hugsi yfir ýmsu því sem ég hef lesið. Þar hef ég dottið um ýmis sjónarmið sem hafa víkkað sjóndeildarhring minn. Því fagna ég. Hins vegar verð ég að segja að það hefur líka orðið þess valdandi að mér finnst enn meira áríðandi en fyrr að breyta ekki breytinganna vegna. Að í upphafi skyldi maður endinn skoða. Þeir sem kjörnir verða til stjórnlagaþings verða að reyna að vera víðsýnir í skoðannamyndun sinni og ákvarðanatöku. Gleyma sér ekki alveg í núinu og gera sér grein fyrir því, sem kostur er, hvaða afleiðingar einstakar breytingar kunna að hafa í bráð og lengd. Annars er verr af stað farið en heima setið.
Nýjustu færslur
- Kjósum rétt!
- Af hverju leyfir meirihlutinn, minnihlutanum að kúga sig?
- Auðugusta þjóð í heimi sem veit ekki af því
- Minnisvarði Landsbankans
- Ferðamenn og hagsýni
- Hvað má borða og hvað ekki
- Samgöngur eiga vera sjálfsögð grunnþjónusta
- Að vera eða vera ekki---SNOBBAÐUR
- Danir eru snjallir markaðsmenn
- Landsbyggðin í lykilhlutverki í biskupskosningum
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
- Borgarfjörður blómstrar Að Borgum er gott að búa-sumarbústaðalóðir til leigu/sölu
- Stafholtskirkja Borgarfirði
Margir góðir
- Trausti Jónsson, veðurfræðingur Borgnesingur eins og fleiri góðir
- Besta héraðsfréttablaðið
- Nanna Rögnvaldar
- Snara orðabók með meiru
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.