Miðvikudagur, 10. nóvember 2010
Hlunnindi, auðlindir, eignarréttur
Í tengslum við komandi Stjórnlagaþing hefur orðið auðlindir oft borið á góma. Áður en lengra er haldið í þeirri umræðu er nauðsynlegt að skilgreina orðið auðlind og hvað fellur undir þá skilgreiningu. Jafnframt að velta því fyrir sér hvað séu hlunnindi. Er heita laugin í túnfæti bóndans hlunnindi eða auðlind? Er laxveiðiáin hlunnindi eða auðlind?
Gjarnan hefur Íslendingum þótt lítið merkilegt að eiga nóg af hreinu, köldu vatni og margir umgengist það sem óþrjótandi auðlind. En er það svo? Þegar hitastig heimsins rís og mengunarvöldum fjölgar gæti sú staða komið upp og er víða komin, að dýrmætasta auðlindin sé ómengað vatn. Vatn sem rennur um eignarlönd, hver á það? Af þessum fátæklegu dæmum sést að nauðsynlegt er að skilgreina þessi hugtök.
Nauðsynlegt er að eignarrétturinn sé friðhelgur. Hann er undirstaða velferðar og þess samfélags sem við nú lifum í og mun að líkindum verða áfram. Því er einnig nauðsyn að skilgreina hugtakið þjóðareign og hver getur verið handhafi hennar. Að því loknu er hægt að ákvarða hvaða auðlindir falla undir þjóðareign og hverjar ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Kjósum rétt!
- Af hverju leyfir meirihlutinn, minnihlutanum að kúga sig?
- Auðugusta þjóð í heimi sem veit ekki af því
- Minnisvarði Landsbankans
- Ferðamenn og hagsýni
- Hvað má borða og hvað ekki
- Samgöngur eiga vera sjálfsögð grunnþjónusta
- Að vera eða vera ekki---SNOBBAÐUR
- Danir eru snjallir markaðsmenn
- Landsbyggðin í lykilhlutverki í biskupskosningum
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
- Borgarfjörður blómstrar Að Borgum er gott að búa-sumarbústaðalóðir til leigu/sölu
- Stafholtskirkja Borgarfirði
Margir góðir
- Trausti Jónsson, veðurfræðingur Borgnesingur eins og fleiri góðir
- Besta héraðsfréttablaðið
- Nanna Rögnvaldar
- Snara orðabók með meiru
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.