Færsluflokkur: Matur og drykkur
Sunnudagur, 9. ágúst 2015
Auðugusta þjóð í heimi sem veit ekki af því
Fyrir allnokkrum árum fór ég á ráðstefnu í Torino á Ítalíu. Einn fyrirlesturinn fjallaði um vatn og reyndar var þemað vatn. Sá fyrirlestur sem hafði mest áhrif á mig og situr enn í minningunni fjallaði um neysluvatn í Evrópu og ástandið í þeim málum. "Meira að segja fjallaþjóðirnar Austurríki og Sviss hefðu ekki lengur hreint vatn í lækjum og ám til að nota," sagði fyrirlesarinn, "heldur verða þessar þjóðir að treysta á hreinsað vatn. Mengunin er svo mikil." Þar sem ég var í hlutverki blaðamanns á þessari ráðstefnu langaði mig að vita meira, ekki síst vegna þess að ég var mjög slegin yfir þessum tíðindum um Alpalöndin sem ekki ættu lengur tæra fjallalæki sem hægt væri að dýfa lófa niður í og drekka vatnið. Því óskaði ég eftir að fá að ræða fyrir fyrirlesarann, eftir að hann hafði lokið erindi sínu.
Ég gekk að honum og spurði hvort hann ætti mínútu eða tvær því mig langaði til að spyrja hann aðeins. Hann svaraði með annarri spurningu. "Þessi hreimur.... hvaðan ertu?" Þegar ég sagðist vera frá Íslandi sagði hann: "Ísland, Ísland. Auðugasta land í heimi en veit ekki af því. Auðugusta land í heimi því enn geta Íslendingar lagst á magann úti í náttúrunni og drukkið hreint vatn úr næsta læk. Auðugasta land í heimi því enn geta Íslendingar rekið búfénað sinn í fjalllendi og þurfa ekki að vera með stíubúskap því skepnur eiga aðgang að hreinu, ómenguðu vatni. Auðugasta land í heimi, því allar afurðir byggja á vatni, allt líf byggir á vatni og það er að mínu mati, ómegaðast á Íslandi af öllum stöðum. Ennn þið, Íslendingar, þið vitið ekki af því og það er sorglegast. Hefur þú velt því fyrir þér af hverju coca cola smakkast öðruvísi á Íslandi en annarsstaðar? Það er út af vatninu."
Enn þann dag í dag, er ég hugsi yfir þessum orðum. Líklega mest vegna þess að ég, Íslendingurinn hafði ekkert gert mér grein fyrir þessu og tel að svo sé um fleiri.
Ég er einnig hugsi yfir þeirri orðræðu sem hefur gengið yfir að það þurfi að hætta stuðningi við landbúnað af því að það sé svo dýrt og að íslenskar afurðir séu dýrar. Eftir þeim fábreyttu athugnum sem ég hef gert er stuðingur við landbúnað á Íslandi, síst meiri en í öðrum löndum og ef dreifbýlið trúir á eigin tilvist, mátt og megin á þar sannarlega að geta þrifist þrifist blómlegt mannlíf.
Er ekki tími til kominn að við hættum að rífa niður eigin framleiðslu, neytum þess sem við framleiðum sjálf með hinn frábæra liðsmann í okkar liði, hreina íslenska vatnið. Samkvæmt því sem fyrirlesarinn/prófessorinn sagði í Toríno 2008, erum við auðugasta þjóð í heimi, með gríðarlega möguleika og ég trúi því.
Nýjustu færslur
- Kjósum rétt!
- Af hverju leyfir meirihlutinn, minnihlutanum að kúga sig?
- Auðugusta þjóð í heimi sem veit ekki af því
- Minnisvarði Landsbankans
- Ferðamenn og hagsýni
- Hvað má borða og hvað ekki
- Samgöngur eiga vera sjálfsögð grunnþjónusta
- Að vera eða vera ekki---SNOBBAÐUR
- Danir eru snjallir markaðsmenn
- Landsbyggðin í lykilhlutverki í biskupskosningum
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
- Borgarfjörður blómstrar Að Borgum er gott að búa-sumarbústaðalóðir til leigu/sölu
- Stafholtskirkja Borgarfirði
Margir góðir
- Trausti Jónsson, veðurfræðingur Borgnesingur eins og fleiri góðir
- Besta héraðsfréttablaðið
- Nanna Rögnvaldar
- Snara orðabók með meiru