Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Trúmál

Landsbyggðin í lykilhlutverki í biskupskosningum

Þegar þetta er skrifað hafa fimm boðið sig fram sem biskupsefni. Fyrirséð er að landsbyggðin mun gegna lykilhlutverki í komandi biskupskosningum og þeim öðrum sem á eftir fara, þar til reglum þar um verður breytt. Vonandi bera kjörmenn almennt gæfu til að nýta hinn nýfengna kosningarétt sinn.

Í gengum tíðina hefur biskup verið kosin af prestum enda margir sem segja að hann sé hirðir hirðanna, prestur prestanna. Í nútímanum líta ekki allir svo á málið, eins og sést á breyttum reglum. Hver sá sem gegnir því starfi að vera biskup Íslands eigi að vera valinn af því fólki sem er í þjóðkirkjunni. 

Breytingar taka oft tíma og stundum er sagt að góðir hlutir gerist hægt. Á síðasta kirkjuþingi voru kosningareglur rýmkaðar mjög. Sumir vildu ekki breytingar, aðrir vildu meiri umskipti en niðurstaðan varð þessi, að auk presta mega allir formenn sóknarnefnda auk kirkjuþingsfulltrúa kjósa í biskupskjöri.

Til að jafna hlutföllin eru varaformenn á Suð-Vesturhorninu einnig kjörgengir. Það breytir  þó ekki því að hér er landsbyggðin í lykilhlutverki. Sóknir eru líklega tæplega 250 á landinu öllu. Sumar litlar, aðrar stórar, langflestar á landsbyggðinni.

Sú regla sem varð fyrir valinu er alls ekki algóð en alls ekki heldur alslæm.  Fyrir þá sem vildu meiri breytingu er það huggun harmi gegn að um 250 manns bætast í hóp þeirra sem mega kjósa. Þeir sem ekki vildu breytingu geta kannski sætt sig við að hópurinn varð ekki stærri en raun ber vitni. 

Hvernig sem því víkur við, þá veltur það ekki síður á atkvæðum landsbyggðarfólksins hver verður kjörinn biskup. Það kallar líka á þá staðreynd að biskupsefnin þurfa að kynna sig, úti á landi. Þar er víða erfitt um netsamgöngur, gamaldags kynningar verður því víða þörf. 


mbl.is Gefur kost á sér í biskupskjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Birna G. Konráðsdóttir
Birna G. Konráðsdóttir

Lauk MA gráðu í félagsvísindum og BA gráðu í Nútímafræði við Háskólann á Akureyri. Þar áður námi í sjúkranuddi frá CCMH í Kanada.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Eldri færslur

2024

2015

2012

2011

2010

2008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband