Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Mánudagur, 22. nóvember 2010
Stöndum vörð um þjóðkirkjuna og höfum jafnframt trúfrelsi
Ég er kristin og vil því hafa þjóðkirkju og standa vörð um hana. Staðreynd máls er sú, sem líta ber á, að við höfum verið kristin í þúsund ár og búið við kristin gildi. Allt okkar samfélag byggir á því, uppbygging, siðir og venjur. Mér er til efs að við gætum breytt þeirri byggingu þótt einhver vildi.
Hins vegar finnst mér jafn sjálfsagt að fólk fái að vera í hverju því trúfélagi sem það kýs eða engu ef svo ber undir. Það er hluti af mannréttindum hvers einstaklings. Ég vil því að félagsgjöldin eða sóknargjöldin, eins og þau heita, renni til hvers trúfélags, eins og það er í dag, en einnig að félagsgjöld þeirra sem eru utan trúfélaga, renni til Háskóla Íslands, eins og gert var ráð fyrir í stjórnarskránni en er ekki lengur.
Það er nokkuð sláandi að hlusta á rök þeirra sem vilja aðskilnað ríkis og kirkju en hafa ekki kynnt sér málin. Þjóðkirkja og ríkiskirkja er alls ekki það sama. Ríkiskirkja er stofnun sem alfarið lítur vilja ríkisins á hverjum tíma og þarf e.t.v. að dansa eftir höfði misviturra stjórnmálamanna. Við höfum mörg dæmi um slíkt úti í hinum stóra heimi. Þjóðkirkja er sú trúarstofnun sem meirihluti þjóðar tilheyrir og hefur valið að tilheyra. Þannig er það á Íslandi og það er styrkur þjóðkirkjunnar.
Nýjustu færslur
- Kjósum rétt!
- Af hverju leyfir meirihlutinn, minnihlutanum að kúga sig?
- Auðugusta þjóð í heimi sem veit ekki af því
- Minnisvarði Landsbankans
- Ferðamenn og hagsýni
- Hvað má borða og hvað ekki
- Samgöngur eiga vera sjálfsögð grunnþjónusta
- Að vera eða vera ekki---SNOBBAÐUR
- Danir eru snjallir markaðsmenn
- Landsbyggðin í lykilhlutverki í biskupskosningum
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
- Borgarfjörður blómstrar Að Borgum er gott að búa-sumarbústaðalóðir til leigu/sölu
- Stafholtskirkja Borgarfirði
Margir góðir
- Trausti Jónsson, veðurfræðingur Borgnesingur eins og fleiri góðir
- Besta héraðsfréttablaðið
- Nanna Rögnvaldar
- Snara orðabók með meiru