Leita í fréttum mbl.is

Að hrífa mann og annan

Þegar búið er að skrifa tvo pistla um það sem er dapurt og miður hefur farið er nauðsynlegt að breyta til að hressa sig. Pára ögn um það sem gleður sálarkyrnuna.

Tónlst hrífur marga, það er gömul saga og ný. Fólk fer á tónleika til að upplifa. Gleðjast, hrærast, tárast og allt þar á milli. Njóta. Að hlusta á seiðandi tóna frá Selló getur gefið angurværa stemningu. Fjörugur gítarleikur getur lyft upp andanum á gleðisvið. Sumir setja á fjöruga rokktónlist þegar húsið er þrifið til að fá orku og kraftinn sem til þarf. Það er gott að hrífast. Tónlist getur einnig kallað fram hina myrkari kima. Sú tilfinning er miður góð en þó er sótt í það.

Orð geta einnig hrifið. Að hlusta á andans fólk, er oft uppbyggandi. Farið er ríkari af slíkum fundi. Áheyrandi gengur út í sitt líf fullur af eldmóði, trúir á mannkynið og sjálfan sig. Það er uppbygging í gangi. Í dag er hennar þörf. Góður prédikari hefur gífurleg áhrif á þann sem hlustar, takist vel til. Að skunda í kirkju og hlusta á góða prédikun getur gefið innblástur, upphafið andann til mikil gagns. 

Hjá allflestum fara samskipti dagsin fram með orðum. Í verslun, í símann, við eldhúborðið, hvar sem er. Öll höfum við áhrif á okkar samferðamenn. Góð, miðlungs eða slæm, misjafnt hverju sinni. Virðing er lykilatriði í þeim samskiptum. Allir eru virði, skipta máli. Einar Benediktsson skáld segir svo í Einræðum Starkaðar: "Eitt bros - getur dimmu í dagsljós breytt,sem dorpi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast, við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka."

Allir vilja láta koma fram við sig af virðingu. Ef grannt er skoðað kannast flestir við að laðast meira að þeirri persónu sem er notaleg, sýnir virðingu fyrir einstaklingnum og skoðunum hans. Margir gleyma hins vegar að koma þannig fram sjálfir. Njótum lífsins og höfum gagnkvæma aðgát í nærveru sálar.  


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birna Guðrún Konráðsdóttir
Birna Guðrún Konráðsdóttir

Sjúkranuddari að mennt. Hef starfað sem blaðamaður, bæði fast- og lausráðinn. Lauk BA-gráðu við Háskólann á Akureyri í vor, 2015, og mun stunda meistaranám við sama skóla næstu misserin 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

244 dagar til jóla

Eldri færslur

2015

2012

2011

2010

2008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 766

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband